Vellir Golfklúbbsins Keilis
Hjá Golfklúbbnum Keili eru tveir golfvellir, Hvaleyrarvöllur sem er 18 holur og Sveinskotsvöllur sem er 9 holur.
Hvaleyrarvöllur hefur um árabil þótt einn allra fremsti golfvöllur Íslands og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar því til staðfestingar. Hvaleyrin hefur á undanförnum árum verið mikið endurnýjuð og opnaði breyttur völlur í endanlegri mynd vorið 2024.
Á Sveinskotsvelli reynir á allar hliðar golfsins þar sem brautirnar eru frá 90 metrum uppí 250 metra. Völlurinn er mikið notaður af kylfingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu ásamt að vera flottur æfingavöllur fyrir þá sem eru lengra komnir en aukin áhersla hefur verið lögð á viðhald og umhirðu vallarins síðustu ár.