Úrslitaviðureign Fjarðarbikarsins lauk nú á dögunum og er ekki annað hægt að segja að spennan hafi verið mikil.
Voru það þeir Helgi Snær Björgvinsson og Ívar Örn Arnarsson sem mættust í lokaviðureigninni. Þeir höfðu báðir unnið sínar undanúrslitaviðureignir nokkrum dögum áður.
Strákarnir áttu rástíma klukkan 16:00 og rúmum 4 tímum og 18 holum síðar var allt ennþá í járnum og hófst þá bráðabani.
Það var ekki fyrr en á fjórðu holu í bráðabana er Helgi náði að knýja fram sigur í vægast sagt stórskemmtilegum leik.
Við óskum Helga Snæ til hamingju með sigurinn og sömuleiðis Ívari fyrir góðan árangur.
Þá er þessum glæsilega Fjarðarbikar lokið í ár og viljum við þakka styrktaraðilum bikarsins fyrir þeirra framlag. Fjörður Verslunarmiðstöð & RIF Restaurant.
Við þökkum einnig öllum þeim sem tóku þátt og vonum við að sjá en fleiri taka þátt að ári.