21/04/2025

Þrettán úr Keili kepptu í Portúgal

Þrettán úr Keili kepptu í Portúgal

Þrettán Afrekskylfingar úr Golfklúbbnum Keili kepptu á Global Junior Golf mótaröðinni í Portúgal í síðustu viku. Hópurinn spilaði í tveimur mótum á PGA Aroeira völlum 1 & 2, en samtals tóku 25 íslendingar þátt í mótunum. Veðrið var fjölbreytt á meðan mótunum stóð en hitastigið flakkaði upp og niður alla vikuna með rigningu, roki og sólbruna á köflum.

Axel Bóasson, Afreks og yfirþjálfari Keilis og Birgir Björn Magnússon, Íþróttastjóri Keilis fylgdu Íslenska hópnum í gegnum vikuna og hafði Axel þetta að segja að vikunni lokinni: „Þessi ferð heppnaðist ótrúlega vel. Markmið þjálfarana var að auka sjálfstæði og sjálfstraust kylfingana í keppni  og fá upplýsingar um leik kylfingana til að undirbúa betur keppnistímabilið í sumar. Þetta var frábært tækifæri fyrir okkur að vera með krökkunum  marga daga í röð á meðan þau bæði undirbjuggu sig og kepptu í tveimur mótum til að fylgjast með og gefa ráð um venjur og hegðun sem gott er að tileinka sér í mótum. Við sáum stíganda í áhersluatriðunum ferðarinnar sem og frammistöðu kylfingana. Okkur fannst frábært að fylgjast með þessum krökkum, bæði okkar krökkum í Keili og kylfinga annara klúbba. Framtíðin í Íslensku golfi er björt“. 

Frammistaða kylfinga Keilis var mjög flottur og framfarirnar augljósar, bæði frá síðasta ári en líka dag frá degi í ferðinni sjálfri. Í fyrsta mótinu sem var leikið á Aroeira nr. 2 vellinum voru Skúli Gunnar Ágústsson og Halldór Jóhannsson á verðlaunapalli í mótinu. Skúli var þriðji af öllum í karlaflokki í mótinu á meðan Halldór var í öðru sæti eftir að spila í bráðabana upp á fyrsta sætið í mótinu. Í stúlknaflokki var Elva María Jónsdóttir aðeins þremur höggum frá verðlaunapalli í 18 ára og yngri flokki en hún er að spila á sínu fyrsta ári í flokki 15-18 ára í sumar.

Annað mótið var spilað á Aroeira nr. 1 en þá var Halldór Jóhannsson aftur á verðlaunapalli en hann var í öðru sæti aðeins einu höggi frá bráðabana upp á fyrsta sæti. Halldór spilaði ótrúlega jafnt og gott golf yfir bæði mótin og hann er einungis 13 ára gamall (14 ára á morgun 22. apríl). Þá var það Sigurást Júlía Arnarsdóttir sem spilaði best stelpnanna í 18 ára flokki með flottan lokahring á 77 höggum (+5) en hún endaði í 10. sæti í mótinu.

Þá var einnig frábært að sjá marga spila sína bestu keppnishringi næst síðasta og síðasta daginn í mótinu en allir þeir sem tóku þátt í ferðinni fara reynslumeiri inn í golfsumarið 2025.

Hér er hægt að sjá stöðuna í fyrsta mótinu: GJG LIVE SCORING (Tournament ID: 302)

Hér er hægt að sjá stöðuna í öðru mótinu: GJG LIVE SCORING (Tournament ID: 303)

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn