24/09/2024

Sjálboðaliðar óskast

Sjálboðaliðar óskast

Kæru félagar.

Nú fer að líða að lokum tímabilsins og vallarstjórarnir okkar eru að huga að undirbúningi fyrir veturinn og næsta sumar. Þau eru nokkur verkin sem kalla á mörg handtök eins og gefur að skilja. Á næsta ári verður Íslandsmótið í golfi hérna hjá okkur í Keili og ætlum við að hafa frábæra völlinn okkar í allra besta ástandi.

 

Okkur langaði að kanna hvort ekki væru einhverjir félagar meðal okkar sem hefðu tök á að taka þátt í sjálfboðavinnu á næstu dögum og þá líka vera á lista hjá vallarstjórum okkar fyrir slík verkefni í framtíðinni.

 

Núna liggur fyrir að endurhlaða nokkrar glompur með gervigrasi eins og þið hafið séð í nýju glompunum á 16. braut. Skera þarf í hverja einustu gervigrasmottu og væri frábært að fá hjálp við þetta verkefni á næstu dögum.

Þetta verkefni fer fram í áhaldahúsinu og byrjar á morgun, miðvikudaginn 25. september og mun standa yfir inn í næstu viku og munum við þurfa eins margar hendur og mögulegt er.

 

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnu á vellinum eða í kringum Íslandsmótið þá vinsamlegast skráið ykkur á listann hérna í gegnum þennan hlekk.

https://forms.office.com/e/dF3vyir0sn

Nánari upplýsingar veita Baddi (sími: 823-7080) og Haukur (sími: 698-0006)

 

Með von um góða þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur.

Guðmundur, Óli, Baddi og Haukur.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ
  • 29/01/2025
    Bætt aðstaða í Hraunkoti
  • 16/01/2025
    Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista​