Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
Veðuraðstæður síðustu daga hafa gert það að verkum að því miður náum við ekki að opna Hvaleyrarvöll á þeim tíma sem stefnt var að.
Síðustu nætur hafa verið fremur kaldar og því hægst á grasvexti.
Við erum því búin að uppfæra áætlaðar dagssetingar hvernig við munum hafa þetta:
- Mánudagurinn 28. apríl – Sveinskotsvöllur opnar á sumarflatir og rástímaskráningar hefjast.
- Sunnudagurinn 4. maí – Hreinsunardagur/vinnudagur (nánari upplýsingar verða auglýstar síðar).
- Laugardagurinn 10. maí – Hreinsunarmót Keilis, einungis þeir sem tóku þátt í Hreinsunardeginum fá að taka þátt.
- Sunnudagurinn 11. maí – Opið fyrir golfleik á Hvaleyrarvelli.
Við minnum á að allar bókanir dagana 2-10 maí munu þ.a.l. detta út.
Við vonum svo innilega að þessi áætlun standist en það er að sjálfsögðu háð veðri og vindum.
Við munum halda áfram að halda ykkur upplýstum um stöðu mála.