Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
Landsliðskylfingurinn og Keilismaðurinn Óliver Elí Björnsson keppti á sterku alþjóðlegu ungmennamóti í Abu Dhabi dagana 10 til 12 febrúar. Mótið er hluti af Pathway seríunni sem sem er unnin í samstarfi Bandarísku AGJA mótaraðarinnar (American Golf Junior Association) og atvinnukylfingsins knáa, Tommy Fleetwood.
Mótið sem Óliver spilaði í heitir Tommy Fleetwood International og var spilað á Yas Links sem er einnig notaður á Evrópumótaröð Karla ef það segir eitthvað um gæði og erfiðleika vallarins. Samtals tóku 57 kylfingar þátt í mótinu frá 20 mismunandi löndum og var Óliver eini Íslenski þáttakandinn.
Óliver spilaði stöðugt og flott golf en honum tókst að bæta skorið sitt á hverjum degi. Hann spilaði á 77-76-72 (+9) og var með eitt af bestu skorum dagsins á lokadeginum sem skilaði honum 14 sæti í mótinu. Flott frammistaða hjá honum Óliver í fyrsta móti ársins en hann hefur verið duglegur við æfingar í vetur og fékk að fara æfingaferð með landsliðinu ásamt 6 öðrum Keiliskylfingum í janúar (7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ – Golfklúbburinn Keilir).
Í sumar mun Óliver spila á eldra ári í 15-16 ára flokki á Íslensku Unglingamótaröðinni en fyrsta mót sumarsins byrjar þann 17. maí. Þangað til ætlar Óliver að reyna að spila í fleiri alþjóðlegum ungmennamótum, annars vegar í Norður Karólínu á AJGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og hinsvegar í Global Junior Golf mótaröðinni í Portúgal.