1. mars næstkomandi mun Keilir og golfklúbbar landsins opna á nýtt tölvukerfi sem kallast GolfBox. GolfBox hefur frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi fyrir golfklúbba, golfsambönd og mótshaldara. Kerfið hefur verið í notkun í tugum landa með góðum árangri og er leiðandi lausn á markaði Kerfið býr yfir fullkomnu mótakerfi, nýju forgjafarkerfi (WHS), rástímakerfi og ýmsum öðrum möguleikum sem styðja við starfsemi golfklúbba. Allir virkir meðlimir í Keili fá slóð til að stofna sinn aðgang í GolfBox eftir 1. mars nk.
Náið ykkur í golfbox Golfappið
Við mælum með að félagsmenn nálgist golfbox appið enn með appinu frá GolfBox geta félagsmenn sinnt öllu í kringum golfið hvar og hvenær sem er á einum stað. Í appinu er hægt að skrá sig í rástíma og mót, skrá forgjafarhringi, bóka kennslu hjá golfkennara, bætt við golfvinum, séð allt um tölfræðina og margt fleira.
Golf.is kveður eftir nítján ára samfylgd
Tölvukerfi golfhreyfingarinnar eða mitt.golf.is eins og flestir kylfingar þekkja kveður eftir nítján ára samfylgd. Kerfið sem skrifað var af IOS hugbúnaður ehf. og þarfagreint af mörgum stjórnendum íslenskra golfklúbba í gengum tíðina hefur fylgt kylfingum frá íslandsmótinu á Akureyri árið 2000. Kerfið umbylti á sínum tíma hvernig golfklúbbar gátu haldið utan um sitt starf. Kerfið verður þó áfram aðgengilegt undir gamli.golf.is sem heimildavefur.