Golfklúbburinn Keilir hefur ráðið reynslumikla golfkennara í bland við efnilega PGA golfkennaranema í þjálfarateymi Keilis. Þau munu sjá um alla þjálfun og kennslu í allri íþróttastarfsemi Keilis í samvinnu við Karl Ómar Karlsson íþróttastjóra Keilis.
Magnús Birgisson SPGA golfkennari. Magnús hefur kennt golf frá árinu 1992 og er einn af reyndustu golfkennurum landsins. Hann var aðalkennari hjá GKG 1993 til 2001 og hjá GO frá árinu 2002 til 2017. Magnús var einnig einn af aðalgolfkennurum í PGA skólanum árin 2006 til 2015. Magnús er brautryðjandi í innleiðingu á SNAG golfi sem er kerfi til að vekja áhuga barna og unglinga á golfíþróttinni.
Jóhann Kristján Hjaltason PGA golfkennari er betur þekktur sem Jói. Hann útskrifaðist frá PGA á Íslandi árið 2009. Jói hefur þjálfað og kennt golf hjá GR árin 2006 til 2009 við að sinna barna, ungmenna- og afreksþjálfun auk þess að hafa verið starfandi hjá Keili við kennslu árið 2010 til 2012.
Karen Sævarsdóttir er LPGA golfkennari. Karen er áttfaldur íslandsmeistari í höggleik á árunum 1989 til 1996 Hún hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku, þjálfað háskólalið í USA og hefur kennt golf á Íslandi í yfir 10 ár.
Axel Bóasson er PGA golfkennaranemi og er einn af efnilegustu golfkennurum landsins. Hann þarf ekki að kynna fyrir kylfingum á Íslandi. Axel er þrefaldur íslandsmeistari í golfi og leikur einnig sem atvinnumaður í golfi á Nordic League Ecco tour mótaröðinni.
Björn Kristinn Björnsson er einnig í þjálfarateyminu. Bjössi útskrifaðist sem PGA golfkennari frá PGA skólanum árið 2012 og þjálfaði áður hjá Keili árin 2013 til 2016.
Auk þess er Birgir V. Björnsson golfsmiður og PGA golfkennaranemi hluti af teyminu. Biggi keisari sérhæfir sig í sérsmíðuðum kylfum og mælingum fyrir alla kylfinga.
Golfklúbburinn Keilir býður öllum í þjálfarateyminu velkomin til starfa og óskar þeim velfarnaðar í starfi.