Reglur Keilis um biðlista
Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista
Ein sog kemur fram í 3. grein laga Keilis þá á stjórn Keilis að setja reglur um inntöku nýrra félaga og framfylgja þeim ef biðlisti myndast. Á síðasta stjórnarfundi 15. janúar voru samþykktar eftirfarandi reglur um inntöku nýrra félaga í Keili. Eiga reglurnar að styðja við þá stefnu Keilis að veita nýjum félögum forgang af Sveinskotsvelli og einnig styðja við fjölskyldustefnu Keilis. Komið verður á fót punktakerfi fyrir þá sem eru á biðlista og öðlast umsækjendur punkta eftir því kerfi, sjá mynd.
Auk þess samþykki stjórn eftirfarandi:
- Ef um alvarleg veikindi félagsmanns (óvinnufær í 3 mánuði eða meira):
Félagsmaður fær 25% afslátt af árgjaldi á næsta ári og heldur öllum spilarétti. - Félagsmaður fer fram á hlé frá félagsaðild:
Viðkomandi verður að greiða 25% af árgjaldi til að geta gengið inní klúbbinn eftir hlé. Viðkomandi hefur engan spilarétt í hléi. - Aðrir hagsmunir – bundið samþykki stjórnar:
Starfsmenn, Afrekskylfingar, Styrktaraðilar, virkir sjálfboðaliðar.
Umgengnisreglur
Eftirfarandi umgengnisreglur gilda á golfvöllum Keilis og er eftirlitsmönnum golfklúbbsins gert að fylgja þeim eftir:
- Kylfingar skulu alltaf vera snyrtilegir til fara.
- Halda skal uppi eðlilegum leikhraða
- Ef sýnilegt er að holl haldi niðri leikhraða svo að auð braut sé fyrir framan hollið og það ber ekki árangur að þeir bæti leikhraðann og vinni upp auða bilið, má að gefnu tilefni vísa hollinu af leikinni braut yfir á næsta teig.
- Kylfingar skulu ganga snyrtilega um golfvöllinn, setja torfur í kylfuför og gera við boltaför á flötum.
Eftirlitsmenn hafa heimild til að vísa kylfingum af golfvellinum fari þeir ekki að settum reglum.
Stjórn Golfklúbbsins Keilis
Nýliðanámskeið
Keilir hefur það á stefnuskrá sinni að taka vel á móti öllum nýjum félögum og sjá til þess að þeim standi til boða nauðsynleg fræðsla og þjálfun í golfleiknum.
Innifalið í nýliðanámskeiðinu er golfkennsla, þar sem farið er yfir helstu grunnatriðin í leiknum ásamt kynningu á hinum ýmsu praktísku atriðum sem gott er að hafa á hreinu.
Dagsetningar fyrir nýliðanámskeið 2025 verða auglýstar síðar.
