Golfklúbburinn Keilir hefur ákveðið að afnema hámarksforgjöf kylfinga sem leika Hvaleyrarvöll. Völlurinn verður þannig öllum opinn, en aðgengi var áður takmarkað við 34,4 í forgjöf. Með þessu vill klúbburinn mæta síbreytilegum þörfum kylfinga og höfða betur til hjóna, para og fjölskyldna, sem vilja njóta leiksins oftar saman.
Forgjafartakmörkunin hefur reynst erfið í framkvæmd í móttöku erlendra gesta og fyrirtækjamótum, sem mismunar öðrum kylfingum, þ.á.m . félögum í Keili. Nýjum Keilisfélögum ber eftir sem áður að sækja nýliðanámskeið Keilis og nýta sér Sveinskotsvöll til að öðlast næga færni og sjálfstraust á vellinum.
Breytingar á aðild og greiðsla á mismun á árgjöldum má gera með því hafa samband við Davíð Kr. Hreiðarsson, david@keilir.is.
Námskeið í boði hjá Keili:
Breytingin tekur gildi strax.