12/08/2024

Notaði oft járn af teig

Notaði oft járn af teig

Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR sigraði í karlaflokki og segir stutta spilið svokallaða hafa haft mest að segja. „Þessa daga var ég mjög góður í púttum og vippum. Ég held að það hafi verið mesta breytingin hjá mér miðað við síðustu vikur og mánuði.“

Tómas náði þeim magnaða áfanga að fara í gegnum hraunið, fyrri níu holurnar, án þess að fá verra en par í þrjá keppnisdaga. Þar segist hann hafa látið skynsemina ráða í teighöggunum.

„Ég fór í gegnum hraunið á samtals ellefu undir pari sem ég geri eiginlega aldrei en var á sex yfir pari samtals á seinni níu. Hraunið getur verið svo fljótt að refsa og því gott að komast vel í gegnum það. Þar þarf maður að hitta brautirnar af teig og ég held að ég hafi notað járn af teig oftar en aðrir. Ég var alltaf á braut en ég er nógu högglangur til þess að járnahöggin voru 230-240 metrar.“

Tómas hafði ekki leikið í Hvaleyrarbikarnum í nokkur ár þar sem hann var í námi í Bandaríkjunum. Spurður um breytingarnar á síðari níu holum vallarins segir hann að þær séu með þeim erfiðustu á Íslandi ef miðað er við meistaraflokksteiga.

„Mér líst mjög vel á breytingarnar. Mér fannst mjög góð breyting þegar gerð var ný flöt á gömlu 12. holunni sem nú er 18. flöt. Mér finnst nýja 17. holan vera mjög flott og þar bættist við önnur mjög erfið par 3 hola. Seinni níu holurnar hjá Keili eru orðnar á meðal erfiðustu níu holum á landinu af hvítum teigum. Nú er miklu erfiðara að fara þessa leið sem nú eru holur 16, 17 og 18 heldur en það var þegar þetta voru holur 10, 11 og 12,“ sagði Tómas.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ
  • 29/01/2025
    Bætt aðstaða í Hraunkoti