Innan Keilis er öflugt kvennastarf og eru allar konur innan Keilis velkomnar að taka þátt í starfinu. 

 

Það helsta sem við gerum yfir árið: 

  • Púttmótaröð í upphafi árs, 8 mót og 4 bestu hringirnir reikna til meðaltals úrslita á mótaröðinni. 
  • Uppskeruhóf púttmótaraðarinnar og kynning á sumrinu saman yfir kvöldverði. 
  • Miðvikudagsmótaröð þar sem leikið er 10 miðvikudaga yfir sumarið og meðaltal 4 bestu hringjanna er reiknað saman til úrslita á mótaröðinni. Á Hvaleyrarvelli eru 3 forgjafarflokkar og einn á Sveinskotsvelli. 
  • Í lok september er haldið uppskeruhóf miðvikudagsmótaraðarinnar með kvöldverði og jafnvel skemmtigolfi áður ef veður leyfir. 
  • Vinkonumót við GR sem leikið er tvo daga á sitt hvorum vellinum. Að loknu móti eru úrslit kynnt yfir kvöldverði. 
  • Opið kvennamót Keilis um miðjan ágúst ásamt því að sjá um verðlaunaafhendingu yfir kvöldverði. 
  • Haustferð með gistingu á hótel Hamri í Borgarnesi. Þar verður “Ryder keppni” á Hamarsvelli ásamt einstaklings punktakeppni. Að loknu móti er kvöldverður og verðlaunaafhending. 

Allar nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu nefndarinnar, “Kvennastarf Keilis” eða á netfanginu kvennastarf@keilir.is.