03/11/2022

Kveðja frá Golfklúbbnum Keili

Kveðja frá Golfklúbbnum Keili

Við Keilisfélagar minnumst Guðmundar Friðriks fyrst og fremst af hlýhug og virðingu en einnig með miklu þakklæti fyrir það óeigingjarna starf sem hann vann fyrir Keili. Hann var farsæll formaður Keilis á uppgangstímum golfklúbbsins á árunum 1998 til 2003 en á þeim tíma var svo sannarlega í mörg horn að líta, sinnti hann einnig margvíslegum nefndarstörfum fyrir klúbbinn og var alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóg.

Guðmundur Friðrik sat  einnig í stjórn Golfsambands Íslands á árunum 2001 – 2013 þar sem hann vann ötullega að mótahaldi GSÍ til ársins 2013.  Golfið átti hug hans allan og spilaði hann golf um víða veröld með eiginkonu sinni Kristínu Pálsdóttur, en Kristín var margfaldur Íslandsmeistari í golfi og var Það honum mikill missir þegar Kristín lést í september 2020.

Guðmundur Friðrik lést á þeim stað sem allflestir kylfingar myndu óska sér að vera á, þegar kallið kemur, en það var á golfvelli á Spáni þar sem hann var við golfleik með frænda sínum og vinum.

Um leið og við kveðjum góðan félaga vottum við aðstandendum okkar dýpstu samúð.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ