Í dag hefst 3. dagurinn í Íslandsmóti í golfi sem fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Okkar fólk stendur sig með prýði.
Það er gríðarleg spenna í karlaflokknum eftir 2. keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi 2020. Bjarki Pétursson, GKG, er með eitt högg í forskot á okkar mann Axel Bóasson. Axel lék frábærleg í gær og lauk hringnum á 68 höggum eða á 4 undir pari og er eftir fyrstu tvo daga mótsins á samtals 5 höggum undir pari.
Rúnar Arnórsson er ekki langt á eftir en hann er á samtals 3 undir pari og situr einn í 4. sæti þegar keppnin hefst í dag. Svanberg Addi Stefánsson hefur einnig leikið mjög vel á mótinu og er á samtals 2 yfir pari og lendir í 14.-20. sæti.
Í kvennaflokknum hafa þær Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, slitið sig frá hinum kylfingunum og berjast þær um fyrstu 2 sætin. Guðrún hefur leikið vel á mótinu og lauk fyrri hringnum á 1 undir pari og þeim seinni á pari og er því samtals á 1 undir og situr í 2. sæti þegar mótið er hálfnað. Ragnhildur er í 1. sæti og á hún tvo högg á Guðrúnu.
Hér fyrir neðan má sjá efstu kylfingana í hvorum flokki fyrir sig
1. Barki Pétursson, GKG 138 högg (72-66) (-6)
2. Axel Bóasson, GK 139 högg (71-68) (-5)
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 140 högg (69-71) (-4)
4. Rúnar Arnórsson, GK 141 högg (70-71) (-3)
5.-6. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA 142 högg (74-68) (-2)
5.-6. Aron Snær Júlíusson, GKG 142 högg (69-73) (-2)
8.-11. Bragi Arnarson, GR 144 högg (71-73) (par)
8.-11. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 144 högg (71-73) (par)
8.-11. Ólafur Björn Loftsson, GKG 144 högg (74-70) (par)
8.-11. Jóhannes Guðmundsson, GR 144 högg (73-71) (par)
12.-13. Kristófer Karl Karlsson, GM 145 högg (72-73) (+1)
12.-13. Hrafn Guðlaugsson, GSE 145 högg (75-70) (+1)
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 141 högg (70-71) (-3)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 143 högg (71-72) (-1)
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 144 högg (69-75) (par)
4.-5. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 152 högg (79-73) (+8)
4.-5. Jóhanna Lea Lúðvíksdótttir, GR 152 högg (78-74) (+8)
6. Saga Traustadóttir, GR 153 högg (71-82) (+9)
7.-8. Berglind Björnsdóttir, GR 154 högg (75-79) (+10)
7.-8. Nína Björk Geirsdóttir, GM 154 högg (80-74) (+10)
9.-11. Eva María Gestsdóttir, GKG 155 högg (77-78) (+11)
9.-11. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 155 högg (80-75) (+11)
9.-11. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 155 högg (79-76) (+11)
Með því að smella HÉR er hægt að fylgjast með stöðunni í mótinu.