Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
Kæru félagar, nú hefur nýtt ár gengið í garð en á næsta tímabili munum við halda Íslandsmótið í golfi.
Þetta er stærsta mótið í íslenska keppnisgolfinu og stefnum við á hafa umgjörðina í kringum okkar bestu kylfinga á pari við það sem þekkist erlendis. Undirbúningur er nú þegar hafinn, hvort sem það er í vinnu á vellinum eða með samtölum við góða samstarfs- og styrktaraðila en það eru margar hendur sem koma að skipulagi og uppsetningu Íslandsmótsins. Við höfum nú þegar gert samning við Icewear sem ætlar að sjá til þess að starfsfólk og sjálfboðaliðar verði sameinuð í útliti og styrkja þannig fagmannlega umgjörðina.
Þegar líða fer svo að móti förum við að safna saman sjálfboðaliðum en við vonum að sjálfsögðu að sem flestar Keiliskonur og menn hafi áhuga á að koma að mótinu á eitthvern hátt. Án ykkar verður þetta ekki hægt!
Fyrir þá sem eru strax farnir að hafa áhyggjur af því að komast ekki á völlinn þessa vikuna þá verða vinavellir og þeir afslættir sem bjóðast félögum Keilis á meðan mótinu stendur tilkynntir með góðum fyrirvara svo hægt verði að nálgast rástíma annarsstaðar.
Bestu kveðjur,
Tinna Jóhannsdóttir
Meðstjórnandi og formaður íþróttanefndar Keilis.