Ágæti félagi,
Á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis sem haldinn var þiðjudaginn 15. desember sl. var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Á fundinum var Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir endurkjörinn formaður klúbbsins. Með henni í stjórn eru Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Örn Óskarsson, Ellý Erlingsdóttir, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Daði Janusson og Már Sveinbjörnsson.
Innheimta félagsgjalda fyrir árið 2021 verður eftirfarandi. Sendir verða út fjórir greiðsluseðlar til þeirra sem kjósa þann greiðslumáta. Athugið að greiðsluseðlana verður aðeins hægt að greiða í heimabanka.
Þeir félagar sem greiða með greiðslukorti, VISA eða EURO geta dreift greiðslum í allt að 10 jafna hluta frá og með 13.desember og er 3% þóknun af þeim viðskiptum. Þeir sem skiptu um greiðslukort frá síðasta greiðslutímabili eru vinsamlega beðnir um að koma upplýsingum um breytingar á skrifstofu Keilis.
Þeir sem ekki greiða með korti munu fá senda fjóra greiðsluseðla í heimabanka með eindaga 1. febrúar,1. mars, 1. Apríl og 1. maí, gjald fyrir greiðsluseðil er kr. 350,00.
Athugið að til þess að losna við greiðsluseðlagjaldið þarf að gera það í heimabanka viðkomandi með því að fara í flipann aftan við kröfuna og velja um að setja kröfuna í beingreiðslu.
Henti greiðslufyrirkomulag okkar ekki, bendum viðkomandi á að semja við þjónustufulltrúa sinn um aðra greiðsludreifingu. Í þeim tilfellum greiðir viðskiptabankinn félagsgjaldið til okkar í eingreiðslu inn á reikning Keilis í banka 140-26-5581 kennitala 680169-6919.
Hafi félagsmaður ekki greitt gjaldið eða samið um greiðslur fyrir 10. apríl verður krafa send til frekari innheimtu og viðkomandi félagsmaður tekin út af félagaskrá án viðvörunar 1. maí. Eftir 10. apríl verður innborgað félagsgjald ekki endurgreitt.
Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem vilja breyta um greiðslufyrirkomulag að gera það strax. Það eina sem þarf að gera til að ganga frá breytingu er að senda tölvupóst á netfangið david@keilir.is
Félagsgjöldin fyrir árið 2021.
Hópur 0 til 18 ára kr. 30.750 Sveinskots. 0-16 ára kr. 0
Hópur 19 til 26 ára kr. 61.500 Sveinskots. 17-26 ára kr. 29.000
Hópur 27 til 70 ára kr. 123.000 Sveinskots. 27-70 ára kr. 58.000
Hópur 71 til 74 ára kr. 92.250 Sveinskots. 71 til 74 ára kr. 43.250
Hópur 75 ára+ kr. 50.500 Sveinskots. 75 ára+ kr. 29.000
Skápaleiga fyrir árið 2021 verður kr. 15.500. Leiga fyrir stæði undir hjól og kerrur verður kr. 22.000 fyrir sama tímabil. Innheimta þessara gjalda fer fram samtímis félagsgjöldum.
Allar upplýsingar um aðalfund Keilis eru á heimasíðunni https://2020.keilir.is/
Hvaleyri, desember 2020
Virðingarfyllst, Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis.