Hreinsunardagurinn
Hreinsunardagurinn verður haldinn laugardaginn 11. maí n.k.
Áætlað er að byrja Hreinsunardaginn klukkan 09:00 og vinna til 13:00 n.k laugardag, að loknu hreinsunarstarfi verður boðið uppá gúllassúpu í golfskálanum.
Þeir sem taka þátt í Hreinsunardeginum vinna sér inn þáttökurétt í Hreinsunarmótinu sem haldið verður sunnudaginn 12. maí.
Skráning opnar á hádegi klukkan 12:00 þriðjudaginn 7. maí.
Skráning fyrir Hreinsunardaginn fer fram á Golfbox og hægt er að nálgast mótið með að smella á þennan texta hér.
Við skráningu velja þáttakendur sér verkefni til að sinna á Hreinsunardeginum.
Eins og undanfarin ár þurfum við öflugan hóp með okkur á æfingasvæðið til að plokka bolta sem hafa sokkið ofan í jarðveginn.
Við munum einnig þurfa góðan mannskap til að hjálpa okkur við tyrfingar bæði út á velli og við nýja áhaldahúsið
Þeir sem kjósa að tína rusl skipta með sér 3 brautum og fara út með plastpoka og tínur að vopni. Við biðlum til þeirra sem sinna sorptínslu að flokka sorpið í viðeigandi gáma
Þeir sem ekki komast á laugardaginn geta unnið afmörkuð verk þangað til, sérstaklega við að hreinsa rusl á þeim tíma sem hentar fólki í aðdraganda dagsins. Hægt er að hafa samband við skrifstofu til að vinna verkin í eigin tíma.
Hvaleyrarvöllur opnar 13. maí
Hvaleyrarvöllur verður svo formlega opnaður fyrir venjulegt golfspil mánudaginn 13. maí.
Núna er því góður tími til að rifja upp Golfboxið og notkun þess.
Við minnum á skráningarreglur fyrir Hvaleyrarvöll:
- Félagsmenn með aðild að Hvaleyrarvelli geta skráð sig 6 daga fram í tímann og verið með 4 virkar skráningar á því tímabili
- Rástímaskráning opnar alltaf klukkan 20:00 sem þýðir til dæmis að skráning fyrir mánudaginn 13. maí opnar klukkan 20:00 þriðjudaginn 7. maí
- Mikilvægt er að allir staðfesti rástímann sinn annað hvort í appinu eða með að skanna QR kóða á skjánum í klúbbhúsinu
- Afbókunarfrestur er 2 klukkutímar fyrir rástíma. Ef viðkomandi hefur ekki afbókað fyrir þann tíma og sér sig ekki fært um að mæta fær hann aðvörun