24/05/2023

Hreinsunardagurinn 2023

Hreinsunardagurinn 2023

Hreinsunardagurinn verður haldinn laugardaginn 27. maí n.k.

Áætlað er að byrja Hreinsunardaginn klukkan 09:00 og vinna til 13:00 n.k laugardag, að loknu hreinsunarstarfi verður boðið uppá gúllassúpu í golfskálanum.

Þeir sem taka þátt í Hreinsunardeginum vinna sér inn þáttökurétt í Hreinsunarmótinu sem haldið verður sunnudaginn 28. Maí.

Hvaleyrarvöllur verður svo formlega opnaður fyrir venjulegt golfspil mánudaginn 29. maí.

Þeir sem ekki komast á laugardaginn geta unnið afmörkuð verk þangað til, sérstaklega við að hreinsa rusl á þeim tíma sem hentar fólki í aðdraganda dagsins. Hægt er að hafa samband við skrifstofu til að vinna verkin í eigin tíma.

Í dag er í tísku að plokka, við Keilisfólk höfum stundað það að plokka á hverju vori í fjölda ára.

Þeir sem kjósa að tína rusl skipta með sér 3 brautum og fara út með plastpoka og tínur að vopni. Við biðlum til þeirra sem sinna sorptínslu að flokka sorpið í viðeigandi gáma

Nú fer skráning fram á Golfbox og hægt er að nálgast mótið með að smella á þennan texta hér.
Við skráningu velja þáttakendur sér verkefni til að sinna á Hreinsunardeginum. Skráning opnar á hádegi klukkan 12:00 miðvikudaginn 24. maí.

Þökkum við kærlega fyrir áhuga félagsmanna og metnað ykkar fyrir vellinum okkar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ