TrackMan Range æfingabásar
Æfingabásar í Hraunkoti eru nú komnir með TrackMan Range búnað en TMR er byltingakennd radar mælingartækni sem veitir lykilupplýsingar eftir hvert slegið högg. Þegar högg hefur verið slegið eru radarar úti á æfingasvæðinu sem mæla flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill birtist í rauntíma á skjá, á bæði einfaldan og skýran hátt. Í hverjum einasta bás í nýja skýlinu við Hraunkot er kominn 21 tommu skjár og greiningarbúnaður og geta þá félagsmenn og gestir séð nákvæma greiningu á golfhöggum sínum eða leikið sína uppáhalds golfvelli á æfingasvæðinu – rétt einsog í hefðbundnum golfhermi.
Jafnframt býður kerfið uppá allskyns æfingar og leiki sem auka líkurnar á markvissum bætingum og ánægju við æfingar.
Tengdu TrackMan appið í símanum þínum við TrackMan Range kerfi Hraunkots og fylgstu með þróuninni yfir æfingatímabilið.