15/02/2023

Héraðsdómaranámskeið 2023

Héraðsdómaranámskeið 2023

Dómaranefnd GSÍ stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði í marsmánuði eins og hefur verið gert síðustu ár.
Fyrirlestrar verða 14., 16., 20. og 22. mars 2023, kl. 19:30 – 22:00.
Fyrirlestrar eru sendir út á netinu og einnig teknir upp þannig að það er hægt að horfa þá aftur eða eftir hentugleika.

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ.

Ekki er skilyrði að fara í prófið þó að menn sitji námskeiðið.
Prófið er rafrænt próf tekið á netinu þannig að það er engin fyrirstaða fyrir aðila á landsbyggðinni að sitja námskeiðið og taka prófið.

Það er þó ekki skilyrði að hafa setið námskeiðið til að geta tekið prófið.
Þó er krafa að skrá sig á námskeiðið til að geta sent viðkomandi upplýsingar um námskeiðsefni og tengla á prófið.

Ætlast er til þess að þeir sem sitja héraðsdómaranámskeiðið byrji á því að undirbúa sig með því að
fara í gegnum 1.stigs golfregluskóla R&A, en íslensk þýðing á honum kemur á næstu vikum eins og allar golfreglurnar.

Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að skrá sig hér Skráning á námskeið eða senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is með (kennitölu, nafni og heiti golfklúbbs).

Keilir hvetur alla til að skrá sig sem hafa áhuga á að læra meira um golfreglurnar

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ