Aðeins einn kylfingur Keilis komst í 16 manna úrslit í Íslandsmóti Karla í Holukeppni á Akranesi um helgina. Eftir að spila á einum yfir í 36 holu höggleiknum til þess að komast í 16 manna úrslit, tapaði Birgir Björn úr Keili gegn Loga Sigurðssyni úr GS 3/1, en Birgir var undir í leiknum strax frá byrjun. “Þetta er svekkjandi. Við eigum að vera með einhvern sem er að berjast um titilinn” sagði Birgir, en næsta mót á GSÍ mótaröðinni er Íslandsmótið í Höggleik á Suðurnesjum.

Í góðum fréttum þá lenti Halldór Jóhansson í öðru sæti í flokki 14 ára og yngri í Global Junior Golf mótinu sem fór fram í Mosfellsbæ. Halldór spilaði hringina 3 á 7 höggum yfir pari en mótið er hluti af alþjóðlegri unglingamótaröð sem gildir til heimslista áhugamanna.

Atvinnukonan okkar Guðrún Brá spilaði flott golf á Spáni á LET Access mótaröðinni en Guðrún lék hringina 3 á 4 höggum undir pari. “Besta höggið mitt í mótinu kom á par 4 holu sem var með fullt af stórum trjám í kringum brautina. Ég sló flott dræv vinstra megin á brautina og átti 120 metra eftir í stöngina, en holan var skorin vinstra megin á flötinni og stóru trén hengu yfir brautinni þannig að ég sá ekki fánan. Ég var samt með góða tilfinningu fyrir högginu og sló háan veds í mikinn sveig frá hægri til vinstri, framhjá trjánum, inn á grín og alveg upp að stöng. Síðan ég púttið í fyrir fugli” en Guðrún er komin til Svíþjóðar að undirbúa sig fyrir næsta mót. “Ég er að spila mjög vel. Planið þessa vikuna er að halda áfram að bæta púttin eins og ég er búin að vera að gera” en mótið hjá Guðrúnu byrjar á fimmtudaginn.

Fleiri Keiliskylfingar munu spila í vikuni en Unglingasveitir Keilis í 17-18, 15-16 og 14 ára yngri munu keppa í Sveitakeppnum unglinga. Þá mun Axel Bóasson einnig spila þessa helgina í Frakklandi á Áskorendamótaröð Evrópu.

Við óskum okkar fólki góðs gengis í sínum verkefnum!