28/12/2022

Guðrún Brá íþróttakona Hafnarfjarðar 2022

Guðrún Brá íþróttakona Hafnarfjarðar 2022

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var í gærkvöldi valin íþróttakona Hafnarfjarðar þriðja árið í röð.

Hafnarfjarðarbær veitti viðurkenningar til íþróttafólks sem hafa skarað framúr á Íslandi og erlendis.

Anton Sveinn Mckee sundmaður frá SH var valinn íþróttakarl Hafnarfjarðar.

 

Ummæli um íþróttakonu Hafnarfjarðar 2022

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu.

Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og besti árangur hennar var 10. sæti á ATS mótinu í Bangkok.

Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár.

Í dag er Guðrún 162. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar. Guðrún Brá  er í sæti 783 á heimslista atvinnukvenna í golfi og bætir sig á milli ára.

Á næsta ári mun Guðrún Brá halda áfram að keppa fyrir Keili og Ísland á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ