25/11/2023

Guðbjörg Erna kveður sem formaður Keilis

Guðbjörg Erna kveður sem formaður Keilis

Senn líður að aðalfundi Keilis og hefur Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir ákveðið að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku. Hún hefur sitið í stjórn frá árinu 2014 og verið formaður frá árinu 2018.

”Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur og lærdómsríkur tími, mikil uppbygging átt sér stað og starfið og umgjörðin í sífelldri þróun og hefur fagmennska og metnaður einkennt það starf. Það hefur verið samfellt framkvæmdaskeið þetta tímabil, breyting Hvaleyrarvallar er á lokametrunum, bygging nýs áhaldahúss langt komið og verið að ganga frá samningum um endurbætur á æfingasvæði í Hraunkoti. Auk þess sjáum við verulega aukningu í fjölda iðkenda í barna og unglingastarfi og til mikils að vinna að halda þessum hópi sem lengst í starfinu.  Ég þakka framkvæmdastjóra, stjórn og starfsfólki fyrir frábært samstarf og meðlimum Keilis fyrir stuðninginn og hlakka til að fylgjast áfram með klúbbnum dafna á komandi árum”

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ