Rekstur Golfklúbbsins Keilis var viðunandi á síðasta rekstrarári en afkoman var lakari en áætlað var. Þó var mikil aukning í tekjum milli ára vegna tilkomu veitingasölunnar.
Tekjur á árinu 2023 voru 408,9 mkr. samanborið við 324,6 mkr. árinu áður. Gjöld voru 382,6 mkr. samanborið við 288,9 mkr. á árinu 2022. Tekjur jukust þannig um 26% á móti kostnaði sem jókst um 32%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 26,3 mkr. á árinu 2023 samanborið við 35,7 mkr. árinu áður.
Hér má sjá samantekinn rekstrarreikning fyrir árin 2023 og 2022 til samanburðar