05/12/2024

Frá aðalfundi: Óliver hlaut Björtustu Vonina

Frá aðalfundi: Óliver hlaut Björtustu Vonina

Óliver Elí Björnsson spilaði frábært golf í sumar sem skilaði honum öðru sæti á stigalista 15-16 ára á Unglingamótaröð GSÍ. Óliver tókst að vinna Íslandsmótið í Höggleik, Íslandsmótið í Holukeppni og Unglingamót Keilis í sínum aldursflokki.​

Óliver var í öðru sæti á „Champion of Champions“ sem er sterkt alþjóðlegt unglingamót í Norður Írlandi, en Óliver hefur verið duglegur að safna sér reynslu í mótum erlendis.​

Einnig vann Óliver Meistaramót Keilis 15 ára og yngri en þá hann setti vallarmet á teigum 54 á lokahringnum þar sem hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari.​

Óliver hefur verið valinn í landsliðsæfingahóp GSÍ fyrir veturinn og verður gaman að fylgjast með honum næsta sumar.​


Til hamingu Óliver!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/12/2024
    Innheimta félagsgjalda 2025
  • 07/12/2024
    Frá aðalfundi: Máni hlaut Framfarabikar karla
  • 06/12/2024
    Elva María hlýtur Framfarabikar kvenna
  • 05/12/2024
    Skötuveisla á Þorláksmessu
  • 29/11/2024
    Axel Bóasson ráðinn afreks- og yfirþjálfari Keilis
  • 29/11/2024
    Aðalfundur Keilis 2024 – Framboð til stjórnar