07/12/2024

Frá aðalfundi: Máni hlaut Framfarabikar karla

Frá aðalfundi: Máni hlaut Framfarabikar karla

Máni byrjaði sumarið með 4.4 í förgjöf og náði lægst að koma sér niður í 0.4 en Máni er einungis 14 ára gamall.​

Máni var yngsti þáttakandinn á Íslandsmótinu í golfi en hann komst á mótið gegnum undankeppni með því að fá tvo frábæra fugla á tveimur síðustu holunum til að komast á mótið.​

Máni keppti einnig í lokamótinu á GSÍ mótaröðinni, Hvaleyrarbikarnum en þá var hann einn af efstu 40 kylfingunum sem náðu niðurskurðinum í mótinu.​

Máni spilaði einnig upp fyrir sig í nokkrum mótum í flokk Unglingamótaröðinni. Þá lék hann í flokki 15-16 ára og náði að lenda þar í fjórða sæti Unglingamóti Keilis.​

Í flokki 14 ára og yngri tókst Mána að vinna tvo Íslandsmeistaratitla, einn með drengjasveit Keilis 14 ára og yngri á Íslandsmóti Golfklúbba og sem Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri.​

Máni hefur verið valinn í landsliðsæfingahóp GSÍ fyrir veturinn og verður gaman að fylgjast með honum næsta sumar.​

Til hamingju Máni!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/12/2024
    Innheimta félagsgjalda 2025
  • 06/12/2024
    Elva María hlýtur Framfarabikar kvenna
  • 05/12/2024
    Skötuveisla á Þorláksmessu
  • 05/12/2024
    Frá aðalfundi: Óliver hlaut Björtustu Vonina
  • 29/11/2024
    Axel Bóasson ráðinn afreks- og yfirþjálfari Keilis
  • 29/11/2024
    Aðalfundur Keilis 2024 – Framboð til stjórnar