Við byrjuðum að pútta 22. janúar 2020 og púttað var í 8 skipti, mæting var ágætt.
Vinningshafar í púttinu voru:
1. sæti Þórdís Geirsdóttir 120 pútt
2. sæti Valgerður Bjarnadóttir 124 pútt,
3. sæti Anna Snædís 125 pútt.
Vinningar voru frá Golf Company.
Síðan byrjaði stuðið Covid…vorfagnaður átti að vera 27.mars reynt aftur í maí en Nei enginn vorfagnaður þetta árið.
Vorferð átti að vera 23 mai í Leiruni en Nei aflýst.
Vorum á leið til Spánar en Nei aflýst.
Sumarmótaröðin spilaðir voru 10 hringir fram eftir sumri, spilað var á Hvaleyrarvelli og Sveinskotsvelli. Sigurvegarar fengu gjafabréf frá Golf Company.
Vinkvennamót Keilis/ Odds var tveggja daga mót sem var haldið 16. júlí á Oddi og 24. Júli á Keili. Oddskonur tóku bikarinn þetta árið og óskum við þeim til hamingju.
Opna kvennamót Keilis var 8. ágúst og voru 106 konur sem mættu til leiks. Ekkert partý var og engin verðlaunaafhending þetta árið, konur fengu flotta vinninga og dregið var úr skorkortavinningum áður en konur fórum að spila.
Fyrirtæki í Hafnarfirði eiga þakkir fyrir góðar undirtektir til söfnunar á vinningum.
Haustferð var 29-30 ágúst 73 hressar golfskvísur mætu í Borgarnes til að eiga flotta helgi saman, frábær staðsetning á hóteli og golfvelli. Það var ekki Ryder keppni þetta árið en við höfðum íslenskt þema. Undanfarinn ár hefur veðrið verið skrautlegt en núna lék veðrið við okkur í Borgarnesi.
Keilistíkin í ár er Ásta M Kristjánsdóttir.
Það átti að vera lokahóf 19 sept… en Nei ekkert lokahóf þetta árið.
Kvennanefndin fundaði mjög oft á þessu ári alltaf verið að breyta vegna Covid…
Við þökkum gott en fordæmalaust ár og hlökkum til næsta árs.
Kveðja,
Matthildur Hegadóttir formaður