29/08/2022

Elva María og Máni Freyr Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Elva María og Máni Freyr Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Í dag lauk Íslandsmótinu barna og unglinga í holukeppni. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Þar kepptu 16 bestu kylfingar í flokkum stelpu- og stráka á aldrinum 12 ára og yngri og upp í 21 ára.

Keilir sendi 16 kylfinga til leiks.

Á aldursflokki 12 ára og yngri stelpur sigraði Elva María Jónsdóttir 1/0 eftir æsispennandi úrslitaleik. Hún varð einnig stigameistari GSÍ í flokki 12 ára og yngri.

Í sama aldursflokki hjá strákum sigraði Máni Freyr Vigfússon örugglega í úrslitum 5/3.

Í sama aldursflokki varð Halldór Jóhannsson í 4. sæti.

Markús Marelsson endaði í 2. sæti í flokki 15-16 ára.

Um næstu helgi fer fram Íslandsmót liða í flokki 21 ára og yngri í Sandgerði og liðakeppni í flokkum 12 ára og yngri hjá Keili, GR og í GM.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn