Elva María hlýtur Framfarabikar kvenna
Elva María hlýtur Framfarabikar kvenna
Elva María Jónsdóttir hlýtur framfararbikar kvenna. Elva byrjaði árið með 10,8 í forgjöf og hefur náð að lækka sig í 4,9.
Elva spilaði stöðugt og gott golf yfir sumarið á mótaröð 14 ára og yngri og lenti í efstu fjórum sætunum á öllum mótum sumarsins.
Fáir áttu séns í Elvu þegar hún spilaði sitt besta golf en hún sigraði Nettó mótið á GOLF14 mótaröðinni með 20 höggum yfir tvo daga og Meistaramót Keilis í flokkum 13-15 ára með 30 höggum yfir 3 daga.
Elva er frábær leiðtogi í sínum aldursflokki en hún var hluti af stelpna sveit Keilis 14 ára og yngri þegar þær urðu Íslandsmeistarar á Íslandsmóti Golfklúbba í sumar.
Elva hefur verið valinn í landsliðsæfingahóp GSÍ fyrir veturinn og verður gaman að fylgjast með honum næsta sumar.
Til hamingju Elva!