Mikið átak hefur verið gert við eftirliti á mætingum hjá félagsmönnum í pantaða rástíma í maí mánuði. Allir sem ekki hafa mætt í tímann sinn hafa fengið áminningu frá skrifstofu. Alls voru þetta 56 félagsmenn sem áttu pantaðan tíma í maí og mættu ekki. Það finnst okkur of mikið.
Á stjórnarfundi sem haldin var 2. júní síðastliðinn var það ákveðið af stjórn að félagsmaður fái tvær viðvaranir frá skrifstofu og í þriðja atvikinu verði viðkomandi félagsmaður útilokaður frá rástímakerfi Keilis í viku. Þessi regla hefur nú tekið gildi. Skrifstofan mun áfram senda út viðvaranir.
Við viljum eindregið benda á það, að talsvert hafi verið um að félagsmenn hafi verið að bóka golfvini án þeirra vitneskju og leitt af sér skrópun í rástíma. Þetta er grófleg misnotkun á golfvina/rástímapöntunarkerfinu.
Einnig er það vinsamleg ábending til golfhópa að passa uppá ráshópa sína, þ.e.a.s að rétt nöfn séu bókuð á réttan tíma.
Eftirlitsmenn mun áfram fylgjast mjög náið með staðfestingu á rástímum og mætingu.