Vellirnir komnir í vetrarbúning

2012-10-26T11:18:30+00:0026.10.2012|

Kæru Keilismenn. Í dag hefur sumarflötum og teigum verið lokað á Hvaleyrar- og Sveinskotsvelli og vellirnir færðir í vetrarbúning, a.m.k. fram yfir helgi vegna frosts. Vinsamlegast gangið vel um völlinn og notist við vetrarflatir, færið af brautum og sláið úr karganum. Notkun golfbíla ekki lengur leyfð. Hraunið (fyrri 9 holur Hvaleyrarvallar) hefur verið lokað fyrir veturinn. [...]

Vellirnir opnir

2012-10-24T10:52:11+00:0024.10.2012|

Kæru félagsmenn. Opnað verður í dag inn á teiga og sumarflatir á Hvaleyrinni og Sveinskotsvelli vegna góðviðris. Um leið og veður versnar verður völlurinn færður í vetrarbúning að nýju. Athugið að golfvellir Keilis eru nú einungis opnir Keilisfélögum. Vallarstjóri.

Hrikalega flott golf hjá 14 ára og yngri og Guðrún Brá á 69 höggum

2012-07-02T22:56:24+00:0002.07.2012|

Atli Már Grétarsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmet Hennings Darra sem hann setti á fyrsta hringnum í flokki 14 ára og yngri í gær af bláum teigum. Ótrúlegt golf hjá þessum ungu snillingum og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum köppum. Guðrún Brá tók örugga forystu í stúlknaflokki 17-18 ára með frábærum hring [...]

Gísli fór holu í höggi tvo daga í röð

2012-06-08T22:45:28+00:0008.06.2012|

Gísli Sveinbergsson hinn ungi og efnilegi kylfingur úr Keili náði þeim árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Korpúlfstaðavelli í gær, sem er kannski ekki frásögu færandi nema að hann  bætti svo um betur og náði þeim ótrúlega árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Hvaleyrarvelli í kvöld, s.s hola [...]

Go to Top