66°N og Keilir skrifa undir áframhaldandi samning.

2019-09-20T14:43:44+00:0020.09.2019|

Nú á dögunum gerðu Golfklúbburinn Keilir og 66°N nýjan samstarfsamning. Samningurinn nær meðal annars yfir fatnað á keppnisfólk Keilis og annan stuðning við barna, ungmenna og afreksstarf klúbbsins. Einnig geta félagsmenn í Keili nýtt sér 15% afslátt af fatnaði frá 66°norður í verslun þeirra í Miðhrauni 11. Þetta er framlenging á samningi sem hefur verið í [...]

Golfhátíð í Hraunkoti n.k laugardag, Demo dagur og nýjir golfhermar

2019-09-18T09:44:30+00:0018.09.2019|

Það verður heldur betur fjör í Hraunkoti n.k laugardag. Titleist heldur Demo dag þar sem sérfræðingur frá Titleist verður á svæðinu til að mæla og mæla með kylfunum fyrir þig. Ekki slæmt að fá allavegnana að prófa nýju línuna frá þeim. Þá verða nýjir golfhermar frumsýndir sem eru komnir í Hraunkot. Enn þeir koma frá Foresight [...]

DEMO DAGUR KOMDU OG PRÓFAÐU

2019-09-18T09:14:41+00:0018.09.2019|

PRÓFAÐU NÝJU TS TRÉKYLFURNAR OG NÝJU T-SERIES JÁRNKYLFURNAR ÖLL TITLEIST LÍNAN | HERRA- OG DÖMUKYLFUR | SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ Demo dagur fyrir alla kylfinga í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili laugardaginn 21. september frá kl. 10-17 Dagskrá: 10:00-17:00: Allir kylfingar velkomnir 11:00-13:00: Sérstök áhersla á yngri iðkendur 13:00-15:00: Sérstök áhersla á kvennkylfinga

Fyrirtækjamóti Keilis frestað til 14. september

2019-09-05T10:52:08+00:0005.09.2019|

Því miður er spáin ekki góð fyrir þessa helgi og höfum við því ákveðið að fresta mótinu um viku. Mótið fer því fram laugardaginn 14. September n.k Rástímar haldast óbreyttir sjá hér: https://mitt.golf.is/#/motaskra/info/28312/startingtimes/ Vinsamlegast hafið samband við golfbúðina á netfanginu budin@keilir.is ef einhverjar breytingar á rástímum þurfa að eiga sér stað hjá ykkar liði.

Go to Top