Hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli í U14

2023-06-28T21:54:07+00:0028.06.2023|

Um helgina lauk Íslandsmótum golfklúbba hjá liðum U14, U16 og U 21 ára. Mjög góður árangur náðist á mótunum. Keppt var á Flúðum, Hellu og á Selfossi. Í flokki U14 ára sendi Keilir tvö strákalið og tvö stelpulið og var Keilir eini golfklúbburinn með fjögur lið í þessum aldursflokki. Stelpuliðin enduðu í 5. og 6. sæti [...]

Úrslit á Íslandsmóti liða 12 ára og yngri

2022-09-04T18:43:49+00:0004.09.2022|

Dagana 2.-4. sept var Íslandsmót liða fyrir krakka 12 ára og yngri leikin á þremur völlum. Fyrsta daginn var leikið á Korpunni, síðan á Sveinskotsvelli og að lokum var leikið á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ. Keilir átti fjölmennasta hópinn og sendi fimm lið eða í allar deildir. Keilir grænir sigruðu í sinni deild eftir æsispennandi leik við [...]

Vel heppnuð Fyrirtækjakeppni

2022-09-04T14:20:20+00:0004.09.2022|

Í gær fór fram Fyrirtækjakeppni Keilis árið 2022. Góð skráning var í mótið og alls tóku 66 lið þátt og nutu allir keppendur sín í rjómablíðunni. Mótið er árlega ein af betri fjáröflunum klúbbsins og viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt. Leikinn var betri bolti og voru veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 5 [...]

Úrslit úr Opna COLLAB mótinu

2022-08-20T19:51:09+00:0020.08.2022|

Opna COLLAB mótinu lauk rétt í þessu. Alls tóku 152 kylfingar þátt og börðust á vindasömum Hvaleyrarvelli. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður litu nokkur góð skor dagsins ljós og er ber þar helst að nefna 70 högg hjá Bjarka Péturssyni. Einnig voru þær Ingibjörg Vala Sigurðardóttir og Kristín Inga Sigvaldadóttir á 38 punktum, til hamingju með [...]

Go to Top