Ekki gleyma að staðfesta eða afbóka rástímann þinn!

2023-07-15T13:41:17+00:0015.07.2023|

Á mánudaginn 17. júlí taka nýjar reglur gildi. Afbókunartími rástíma lengist í 2 tíma og hert eftirlit með staðfestingu. Er þetta gert til að fá betri mætingu og nýtingu á þeim rástímum sem eru í boði. Alltof mikið hefur verið um að félagsmenn eru ekki að staðfesta tímann sinn og er ekki hægt að ætla annað [...]

Landsliðskylfingar Keilis að keppa

2023-07-12T16:37:40+00:0012.07.2023|

Kylfingar Keilis þeir Birgir Björn Magnússon, Markús Marelsson og Hjalti Jóhannsson eru að keppa fyrir karla og piltalandslið Íslands í Evrópumóti karla og pilta í Slóvakíu dagana 12.-15. júlí. Fyrirkomulag er þannig að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og næstu þrjá daga er leikin holukeppni. Markmið er að komast upp um deild og leika í [...]

Meistaramót Keilis 2023 lokið

2023-07-11T16:22:04+00:0011.07.2023|

Meistaramóti Keilis 2023 lauk síðastliðinn laugardag. Mótið er ávallt stærsta mót sumarsins og á sama tíma það skemmtilegasta. Mótið hófst sunnudaginn 2. júlí og voru það þeir Svavar Þrastarson og Þórður Þórðarsson sem slógu fyrstu teighöggin klukkan 7:00 um morguninn. Yfir næstu 7 dagana áttu 337 kylfingar eftir að hefja keppni og var leikið í 20 [...]

Golfveislan er hafin Meistaramót Keilis

2023-07-02T08:24:43+00:0002.07.2023|

Þá er fyrsti keppnisdagur runninn upp í mestu golfveislu ársins hér hjá okkur í golfklúbbnum Keili. Það var Svavar Þrastarson sem sló fyrsta höggið í mótinu í þetta skiptið enn hann keppir í 4. flokki karla og hóf fyrsti ráshópur leik stundvíslega klukkan 07:00 í morgun í blíðskaparveðri. Veðurspáin þessa vikuna er mjög góð og er [...]

Go to Top