Markús sigurvegari á Englandi

2022-04-25T16:06:02+00:0025.04.2022|

Markús Marelsson 15 ára kylfingur í Golfklúbbnum Keili sigraði á golfmóti sem er á British junior mótaröðinni sem haldin var um helgina. Leikið var af hvítum teigum á Witney Lakes vellinum í Oxfordshire sem er PAR 71. Markús lék á 74 höggum við erfiðar aðstæður og sigraði með fjórum höggum. Keilir óskar Markúsi til hamingju með [...]

Birgir Björn er sigurvegari í USA

2022-04-13T11:45:04+00:0013.04.2022|

Birgir Björn Magnússon landsliðskylfingur í Keili sigraði á Shark Invitational mótinu sem fram fór á Brookville vellinum í New York. Birgir Björn lék mjög gott golf og skilaði inn þremur hringjum á 70 höggum eða samtals þremur höggum undir pari og sigraði einstaklingskeppnina með einu höggi eftir æsispennandi keppni. Birgir Björn leikur með Southern Illinois skólanum [...]

Atvinnukylfingar Keilis

2022-04-08T11:33:46+00:0008.04.2022|

Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson og Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis.   Í vikunni skrifuðu atvinnumenn Keilis undir samkomulag við Golfklúbbinn Keili. Þau eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem hefur full réttindi á Evrópumótaröð kvenna í golfi, Gísli Sveinbergsson og Axel Bóasson sem báðir eiga keppnisrétt á norrænu mótaröðinni. Samkomulagið [...]

Guðrún Brá og Róbert Ísak íþróttamenn Hafnarfjarðar 2021

2021-12-30T11:41:50+00:0030.12.2021|

Guðrún Brá var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð á árlegri íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem fram fór 28. des. sl. Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Firðinum var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Sjá nánar frétt hér Golfklúbburinn Keilir óskar Guðrúnu Brá og Róberti Ísak  til hamingju með viðkurkenningarnar.

Go to Top