Kylfingar Keilis í USA

2017-02-01T16:38:45+00:0001.02.2017|

Það eru sex kylfingar frá Keili sem taka þátt í háskólagolfinu í USA með skólaliðum sínum. Í ár eru mörg og spennandi mót framundan hjá þeim um öll Bandaríkin. Háskólagolfið hefst að nýju í febrúar og munum við geta lesið um hvernig krökkunum gengur hér á keilir.is. Einnig verður hægt að fylgjast með mótunum inn á [...]

Axel Bóasson íþróttakarl Hafnarfjarðarbæjar 2016

2016-12-29T13:56:36+00:0029.12.2016|

Í gær fór fram íþrótta- og viðurkenningarhátið Hafnarfjarðarbæjar. Hópar, pör og einstaklingar fengu viðurkenningar fyrir frábæran íþróttaárangur á árinu sem senn er að líða. Axel Bóasson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona frá sundfélagi Hafnarfjarðar voru valin íþróttamenn Hafnarfjarðarbæjar. Við óskum Axel og Hrafnhildi og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með heiðurinn!

Rúnar á Hawaii

2016-11-08T13:42:33+00:0008.11.2016|

Rúnar Arnórsson lék á lokamóti ársins í háskólagolfinu í vikunni. Hann lék á 78-75 og 73 höggum eða á 13 höggum yfir pari og endaði í 108 sæti í einstaklingskeppninni. Minnesota skóli Rúnars varð í 11. sæti á 16 höggum yfir pari í heildina. Þetta var lokamót skólans á þessu ári.

Go to Top