22/04/2025

Breytingar á rástímapöntunum

Breytingar á rástímapöntunum

Nú í vor voru gerðar þær breytingar á golfboxinu að við getum leyft samdægurs bókanir í gegnum golfbox án þess að það hafi áhrif á talningar á bókuðum hringjum.

Við munum ýta þessari breytingu þannig úr vör að félagsmenn geta bókað sig í gegnum golfbox eftir klukkan 00:00 á miðnætti án þess að það hafi áhrif á hámarkstalningu á hringjum.

Þ.e.a.s ef viðkomandi á 4 bókaða tíma í kerfinu þá get ég bókað hring samdægurs. Við vonum að þetta komi öllum vel og auðveldara verði að hoppa inn í lausa tíma með stuttum fyrirvara.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á bókunarkerfi Keilis og verður áfram fylgst með og virku samtali haldið við félagsmenn varðandi framhald á þessum breytingum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann