Við kynnum nýja Hvaleyri

Við kynnum nýja Hvaleyri

Eftir níu ára breytingaferli kynnum við nú með stolti nýjar og uppfærðar seinni níu holur Hvaleyrarvallar á sjálfri Hvaleyrinni.

Frá hönnuðinum: Tom MacKenzie

Increased drama and usage of the coastline

The rationale behind our masterplan for the back nine was simple and was to make the best use of the coastline. We worked hard to route the holes so that the sea featured both on the left and right of the holes and, with the sweeping 16th hole and new par three 17th, we injected real drama into the final holes.

Keilir rightly has a great record of hosting championships and these holes will add great excitement at the end of these events.

We hope that everyone enjoys our work.

Frá framkvæmdastjóranum: Ólafur Þór Ágústsson

Golfvöllur fyrir alla

Nú á þessum tímamótum er virkilega gaman að líta til baka og fara yfir farin veg. Þegar farið var af stað í þessa endurhönnun þá settum við okkur markmið með endurhönnuninni á Hvaleyrarhluta vallarins.

Eitt af stærri markmiðunum var að lengja völlinn af öftustu teigum án þess að gera völlinn of erfiðan fyrir hin almenna kylfing eða of langan. Þessu markmiði höfum við náð með útsjónarsemi hönnuða okkar Tom Mackenzie og Ebert. Þó svo að völlurinn lengist talsvert af öftustu teigum þá höldum við ennþá svipaðri lengd af fremri teigum miðað við par vallar.

Einnig hefur tekist að koma inn fleiri holum með ströndinni sem einnig var eitt af aðalmarkmiðum hönnuninnar.

Það eru forréttindi að leika golfvöll á Hvaleyrinni, þar sem við getum notið útsýnis til sjávar og fjallgarðana í kring. Þá er við hæfi að vitna í frumskýrslu hönnuða okkar frá 2013:

Ein mesta ánægjan í golfi er að uppgötva nýja hluti sem hafa eitthvað sérstakt við sig. Keilir hefur vissulega töfrana og möguleikarnir eru mjög miklir. Völlurinn er yndislegur staður til að leika golf, eins og kylfingar á Íslandi og margir erlendir kylfingar vita nú þegar.

Góða skemmtun á nýjum og endurbættum Hvaleyrarhluta Golfklúbbsins Keilis.

Frá formanninum: Guðmundur Óskarsson

Nýr og endurbættur Hvaleyrarvöllur

Það er okkur mikil ánægja að opna nýjan Hvaleyrarvöll eftir að hafa undanfarin ár endurhannað 8 af 9 seinni holum vallarins. Það er í raun bara gamla 18. holan sem er ósnert en verður nú að 15. holu.

Þegar við lögðum af stað í þessar breytingar árið 2015 í samstarfi við Mackenzie og Ebert lögðum við áherslu á að í gegnum breytingarnar yrði að vera hægt að spila fullan 18. holu völl á framkvæmdatíma. Einnig lögðum við mikla vinnu í að kynna breytingarnar og hlusta á athugasemdir frá ykkur félögum sem við erum afskaplega þakklát fyrir.

Okkar vallarstjórar og starfsmenn eiga hrós skilið fyrir framkvæmdina en þeir hafa unnið nótt og dag fyrir hvern áfanga undanfarinna ára.

Nú í upphafi þessa tímabils árið 2024 opnum við endanlega útfærslu á vellinum. Hvaleyrarvöllur er nú orðinn lengsti völlur landsins af öftustu teigum sem setur hann í nýjan flokk golfvalla og á eftir að opna nýja möguleika fyrir Golfklúbbinnn Keili.

Fyrir hönd stjórnar og fyrri stjórna sem komið hafa að málinu vil ég segja, megið þið njóta komandi sumars.