Bikarkeppni Keilis hefur aldrei verið jafn glæsileg. Hjarta Hafnarfjarðar og Bæjarbíó bjóða í golfveislu

 

Undankeppnin verður leikin vikuna 2. Júní til 8. Júní.

Á hverjum keppnisdegi í undankeppninni verða veitt glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni (alls 7 dagar).

  1. sætið gjafabréf í Bæjarbíó að upphæð 20.000 krónur
  2. sætið gjafakarfa frá Ölgerðinni að upphæð 15.000 krónur
  3. sætið drykkjarkort á Hjarta Hafnarfjarðar að upphæð 13.000 krónur

 

Einnig verður næstur holu á nýju 17. Holunni alla keppnisdagana í forkeppninni.

Eftir að undakeppninni lýkur leika 16 efstu í puntakeppninni holukeppni þangað til Bikarmeistari Keilis verður krýndur.

Hvernig tek ég þátt.

 

  • Bókar rástíma Hvaleyrarvöll
  • Greiðir 2000 krónur í golfversluninni fyrir leik
  • Skilar inn rafrænu skorkorti og þá ertu kominn í loftið
  • Félagsmenn meiga taka þátt oftar enn einu sinni ef þeir telja sig geta bætt skorið á milli daga.

 

Lokaverðlaunin verða svo ekki af verri endanum.

Bikarmeistari Keilis 2024 – 100.000 króna gjafabréf í Bæjarbíó
2 sætið Gjafakarfa frá Ölgerðinni að upphæð 80.000 krónur
3 sætið Gjafabréf í Bæjarbío að upphæð 50.000 krónur

 

Í holukeppninni verður leikin holukeppni með fullri forgjöf. Nánar um fyrirkomulag á holukeppninni kemur síðar