Undankeppnin í Bikarnum var haldin 10. júní síðastliðinn og var partur af Innanfélagsmóti, nú er búið að raða upp fyrstu leikjunum. Frestur til að ljúka fyrstu umferðinni er til 1. júlí og eru það 16 kylfingar sem komust áfram.
Leikin er holukeppni þar sem ¾ af mismun forgjafar er látinn telja, sá sem forgjafarhærri er fær eitt högg í forgjöf á forgjafarlægstu holurnar eins og mismunur forgjafar segir til um. Ef keppendur hafa ekki lokið leik fyrir tilsettan tíma og engar ráðstafanir hafa gert mun hlutkesti ráða úrslitum.