Í gær varð ljóst hverjir fengu úthlutað úr Forskot, afrekssjóði.

Forskot hefur frá árinu 2012 úthlutað styrkjum til afrekskylfinga og er úthlutunin í ár sú 13. í röðinni.

Að sjóðnum standa: Eimskip, Íslandsbanki, Icelandair, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands.

Frá stofnun sjóðsins hefur markmiðið að gera styrkþegum auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi í golfíþróttinni.

Axel Bóasson, Bjarki Pétursson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir fá úthlutað úr sjóðnum í ár.

 

Bæði Axel og Guðrún hafa bæði fagnað íslandsmeistaratitilnium í þrígang og eru með keppnisrétt á næst sterkustu mótaröðum Evrópu. Axel á Challenge Tour og Guðrún á LET Access.

Það verður gaman að fylgjast með þeim báðum á komandi tímabili.