Vorávarp formanns Keilis
Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Það hefur verið ansi líflegt í Hraunkoti s.l. mánuð og kylfingar í óða önn að koma sér í form fyrir sumarið. Vorið lofar góðu og unnið er hörðum höndum þessa dagana að koma vellinum í stand. Hinn árlegi hreinsunardagur verður haldin 10. Maí, [...]