Guðlaugur Gíslason, fyrrverandi formaður Keilis minningargrein
Félagsstarf er sérstakt að því leyti að það byggir fyrst og fremst á framlagi þeirra sem félagið skipa. Framlagið getur verið með ýmsum hætti og yfirleitt er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvað hann leggur af mörkum. Samferð Golfklúbbsins Keilis og Guðlaugs Gíslasonar er afar gott dæmi um það hvernig félagsstarf eflist, þróast og dafnar [...]