About oli

This author has not yet filled in any details.
So far oli has created 558 blog entries.

Aðalfundur Keilis 2016

2016-12-02T11:37:11+00:0002.12.2016|

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis 2016 verður haldinn miðvikudaginn 14. desember nk. í Golfskála Keilis. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 19:30 Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Lagabreytingar – stjórnarkjör 5. Stjórnarkosning 6. Kosning endurskoðanda 7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að 8. [...]

Hvaleyrarvöllur kominn í vetrarham

2016-11-16T15:22:01+00:0016.11.2016|

Þá er formlega lokið sumrinu hjá okkur í Keili. Í dag miðvikudaginn 16. nóvember var fært af sumarflötun og inná vetraflatir á Hvaleyrinni og Hraunvellinum hefur verið lokað fyrir golfleik. Nú er ekkert annað enn að bíða eftir vorinu sem vonandi kíkir á okkur snemma á 50 ára afmæli Keilis. Enn einsog Keilisfélagar ættu að vita [...]

Hér verða birt úrslit úr Bridgeinu 2016-2017

2016-10-27T10:51:53+00:0027.10.2016|

Bridgekvöldin eru kominn á fullt undir styrkri stjórn Guðbrands Sigurbergssonar. Spilað er á miðvikudagskvöldum og hefjumst við höndum klukkan 19:15. BAROMETERINN byrjar næsta miðvikudag 8.mars og stendur í 3 kvöld Aðeins þau pör sem mæta öll kvöldin geta fengið nafn sitt á bikarinn (má setja inn varamann 1 kvöld) Hér verða úrslitin frá Bridgekvöldunum birt og [...]

Karl Ómar ráðinn íþróttastjóri Keilis

2016-10-20T12:40:25+00:0020.10.2016|

Karl Ómar Karlsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Keilis frá og með 1. nóvember. Hann mun hafa yfirumsjón með allri þjálfun barna, unglinga, félagsmanna og afrekskylfinga Golfklúbbsins Keilis. Karl Ómar er menntaður PGA golfkennari en hann lauk HGTU golfkennaranámi frá Svíþjóð árið 2003. Hann hefur sótt ýmis námskeið á vegum norsku og sænsku golfkennarasamtakana ásamt því að koma að ýmsum verkefnum, þjálfun og kennslu og liðstjórn fyrir Golfsamband Íslands. Í vor gaf Karl Ómar og fræðslunefnd GSÍ út leiðarvísi fyrir golfklúbba. Leiðarvísirinn hefur þann tilgang að leggja grunninn að uppbyggingu á þjálfun og kennslu og skipulagi í barna- og unglingastarfi í golfklúbbum. Einnig er Karl Ómar í golfskólanefnd PGA sem er að fara af stað með nýtt golfkennaranám á Íslandi árið 2017. Karl Ómar eða Kalli og hann er kallaður hefur starfað sem grunnskólakennari og golfkennari frá árinu 1993. Árin 2005 til 2013 var Kalli íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Árin 2000 til 2005 starfaði Kalli sem PGA headpro hjá Eiker og RE golfklúbbunum í Noregi. Björgvin Sigurbergsson sem starfað hefur sem íþróttastjóri Keilis undanfarin ár heldur áfram sínum störfum sem yfirþjálfari  Golfklúbbsins Keilis. Golfklúbburinn Keilir vill bjóða Kalla velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í starfi.

Go to Top