Æfingatöflur

Helsta markmið starfsins er að gefa öllum jöfn tækifæri til að stunda golf. Öll börn og unglingar sem vilja stunda íþróttir til þess að svala félagsþörf sinni fái að stunda golf við sitt hæfi. 

Í gegnum tíðina hefur Golfklúbburinn Keilir (GK) verið þekktur fyrir afbragðs aðstöðu til golfiðkunar auk þess að á hverjum tíma hafa Keilismenn átt marga íslandsmeistara í öllum flokkum og verið með kylfinga í fremstu röð á landinu og átt kylfinga í öllum landsliðum Íslands.  

Til marks um það má nefna að GK á að baki marga Íslandsmeistaratitla, jafnt í liðakeppni sem og í einstaklingskeppni í unglingaflokkum, fullorðins, og í flokkum eldri kylfinga. 

Í þjálfun hjá Keili skal fjölbreytileiki vera sem mestur, lögð áhersla á félagsstarf og heilsárs æfinga- og starfsáætlanir fylgt eftir.