05/12/2024

Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn

Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn

Kæru félagar.

Ég vil þakka þeim sem mættu á aðalfund okkar 3. desember s.l.

Það er mikilvægt í okkar starfsemi að meðlimir félagsins hafi tækifæri til að kynna sér stöðuna ásamt framtíðar áherslum starfandi stjórnar. Aðalfundur er sá vettvangur þar sem stjórn gerir upp árið og tekur samtalið við meðlimi um næstu skref.

Til að efla enn frekar upplýsingagjöfina höfum við eins og undanfarin ár sett upp sérstakt vefsvæði sem inniheldur skýrslu stjórnar og upplýsingar um helstu þætti starfseminnar. Hvet ykkur öll til að skoða 2024.keilir.is en þar er einnig að finna glærurnar sem voru kynntar á fundinum og sést að rekstur klúbbsins er í góðu horfi og vaxandi ánægja meðal félagsmanna á flestum sviðum.

Á fundinum var kjörin ný stjórn, en áður hafði Ellý Erlingsdóttir ákveðið að stíga út úr stjórninni eftir um áratuga starf í þágu félagsins. Ég vill þakka Ellý kærlega fyrir hennar framlag á undanförnum árum. Sjálfkjörið var í stjórnina, en sæti Ellýar tekur Guðríður Hjördís Baldursdóttir sem við bjóðum velkomna til starfa.

Á aðalfundinum fórum við yfir hefðbundna aðalfundar dagskrá og önnur mál. Mig langar að sérstaklega að nefna hér eitt heitasta málið í okkar starfsemi, skráning rástíma. Eins og flest ykkar vita gerðum við tilraun núna í sumar með breytt fyrirkomulag rástímaskráningar. Hérna meðfylgjandi er mynd úr glærusettinu sem sýnir niðurstöður skoðanakönnunar meðal 644 félagsmanna sem svöruðu könnuninni. 77% félaga eru ánægð með breytinguna sem eru mjög skýr skilaboð. Einnig var spurt hvort og þá í hvaða fyrirkomulag fólk vildi breyta þar sem 43% vildu halda áfram með 4 virkar skráningar.

Hérna meðfylgjandi er mynd úr glærusettinu sem sýnir niðurstöður skoðanakönnunar meðal 644 félagsmanna sem svöruðu könnuninni. 77% félaga eru ánægð með breytinguna sem eru mjög skýr skilaboð. Einnig var spurt hvort og þá í hvaða fyrirkomulag fólk vildi breyta þar sem 43% vildu halda áfram með 4 virkar skráningar

 

Í seinni myndinni má svo sjá svörun frá þeim sem spila reglulega í föstum hópum, en við höfðum heyrt óánægju raddir frá nokkrum aðilum um erfiðleika við þetta nýja fyrirkomu lag fyrir spilahópa. Um þriðjungur félagsmanna spilar í föstum hópum og sést að svörun þessara aðila er með næstum sömu skiptingu og í heildar þýðinu.

Við sáum einnig í tölunum að fyrir breytingu voru að jafnaði 81% rástíma bókaðir á næstu 6 dögum,en eftir breytinguna er þetta hlutfall komið í 71%. Einnig sást 24% fækkun í breytingum á rástímum. Lesa má út úr þessu breytta hegðum okkar allra, þeas. fleiri rástímar á lausu og svo að fólk er minna að bóka upp á von og óvon.

Við skulum halda áfram að skiptast á skoðunum og hvet ég alla til að taka þátt í umræðunni, við í stjórninni erum hérna til að hlusta á raddir félagsmanna.

Að lokum langar mig fyrir hönd stjórnar að senda ykkur bestu óskir um gleðilega aðventu.

Hátíðarkveðjur,
Guðmundur Örn Óskarsson, formaður

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 14/09/2024
    Tómas fór holu í höggi í fyrsta háskólamótinu
  • 09/09/2024
    Skráningarfyrirkomulag þegar tekur að hausta
  • 05/08/2024
    Opna kvennamót Keilis 2024 – Skráning hefst á morgun