18/09/2024

Keilir auglýsir stöðu Íþróttastjóra

Keilir auglýsir stöðu Íþróttastjóra

Golfklúbburinn Keilir (Keilir) leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstakling í starf íþróttastjóra.  Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem réttum aðila gefst kostur á að móta metnaðarfullt íþróttastarf.

Íþróttastjóri gegnir lykilhlutverki í að tryggja framgang og framþróun  barna-, unglinga- og félagsstarfs í samræmi við stefnu klúbbsins. Íþróttastjóri hefur yfirumsjón með að móta faglegar áherslur og golfþjálfunar í samstarfi við þjálfara.

Leitað er að einstakling sem er með leiðtogahæfileika til að móta liðsheild hjá þjálfurum og iðkendum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á íþróttamálum Keilis ásamt öllum þjálfaramálum.
  • Yfirsýn og umsjón með faglegu skipulagi þjálfunar.
  • Náið samstarf með öðru starfsfólki Keilis að uppbyggingu golfíþróttarinnar
  • Umsjón með samningagerð og val á birgjum og styrktaraðilum.
  • Markaðssetning námskeiða og æfinga.
  • Uppfærslur á heimasíðu Keilis og öðrum miðlum.
  • Fjölbreytt samskipti við helstu hagaðila.
  • Ábyrgð og umsjón með æfinga- og félagakerfinu Sportabler
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi og þekking á golfi.
  • Ögun í vinnubrögðum.
  • Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, metnaður, framsýni, sjálfstæði og leiðtogahæfni.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta og færni í ensku.

Í umsókn um starfið þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni til að gegna starfinu. Umsóknir skulu berast á netfangið olithor@keilir.is, fyrir 15. október n.k.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni
  • 24/03/2025
    Allir græða á virku foreldrastarfi
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ
  • 29/01/2025
    Bætt aðstaða í Hraunkoti