24/04/2024

Kynning á foreldraráði Keilis

Kynning á foreldraráði Keilis

Í foreldraráði Keilis eru 4-7 einstaklingar sem að eiga börn og ungmenni í íþróttastarfi Keilis sem eru á mismunandi aldri og getustigi í starfinu.

Það er íþróttastjóri Keilis sem að tilnefnir í ráðið og starfar ráðið undir íþróttanefnd Keilis.

Helsta hlutverk foreldraráðs er að vinna með íþróttastjóra og íþróttanefnd Keilis að skipulagi keppnis- og æfingaferða.

Einn aðili innan foreldraráðs er tengiliður inn í íþróttanefnd Keilis.

Auk þess hefur foreldraráðið umsjón með allri fjáröflunarvinnu og vinnur að ýmsum verkefnum í samstarfi með íþróttastjóra Keilis.

Fundað er 3-6 sinnum á ári og meðal efnis sem að foreldraráð hefur gert í ár eru ýmsar fjáraaflanir eins og ýmsar sölur á varningi, happdrætti Keilis, talningar og golfmaraþon Keilis þar sem aðilar sem að fóru í æfingaferðir Keilis settu nýtt Íslandsmet með því að æfa golf í 25 klst. og 2 mínútur.

Aldrei hafa eins mörg börn og ungmenni og foreldrar farið í æfingaferðir eins og í ár eða yfir 90 kylfingar. Farið var í þrjár ferðir til Spánar á þremur mismunandi tímum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn