Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði óskar eftir að ráða öflugan aðila í starf vélvirkja. Vélvirki ber ábyrgð á fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum á vélaflota klúbbsins. Um framtíðar starf er að ræða fyrir réttan aðila.

Golfklúbburinn Keilir er einn stærsti golfklúbbur landsins. 4 heilsársstarfsmenn vinna við viðhald vallarins í viðbót við 16 sumarstarfsmenn. Golfvöllurinn er þekktur fyrir góða umhirðu á meðal kylfinga og því mikilvægt að vélar klúbbsins séu ávalt í góðu ásigkomulagi svo hægt sé að viðhalda þeim gæðum sem meðlimir og aðrir kylfingar búast við.

Starfssvið:

• Umsjón á viðhaldi alls vélaflota golfklúbbsins, frá smátækjum til bifreiða.

• Sér til þess að vélafloti klúbbsins sé starfshæfur og fullgildi allar öryggiskröfur.

• Innkaup á varahlutum og umsjón með varahlutalager

• Skipulag á útseldri brýningarþjónustu klúbbsins

• Umsjón með umhirðu á verkstæði og vélahúsi

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntun á sviði bifvéla- eða vélvirkjunar, eða sambærilegt
Góð reynsla og hæfni í málmsuðu
Reynsla af viðhaldi glussadrifinna tækja, smávéla (tvígengismótorar), raftækja sem og venjulegra bifreiða
Geta haldið bókhald um viðhald tækja og séð um pantanir á varahlutum
Góð tölvukunnátta skilyrði sem og góð enskukunnátta
Reynsla af brýningum á sláttukeflum er kostur en þó ekki nauðsynleg
Getur mögulega sinnt nýsmíði á t.d. einföldum kerrum o.þ.h.

Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum. Hafa hæfni til þess að vinna sjálfstætt og undir álagi. Mjög mikilvægt er að viðkomandi sé snyrtilegur í umgengni og skipulagður í sinni vinnu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn á bjarni@keilir.is

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá.