Kæru félagar!
Eins og félagar hafa vafalaust tekið eftir hefur ís og klaki sem lagst hefur á golfvöllinn okkar legið óvenju lengi, eða frá í desember. Starfsmenn Keilis hafa lagt mikla vinnu í að fyrirbyggja kalskemmdir af völdum klakans og hafa mulið, brotið og brætt ís af öllum flötum og teigum þar sem ís lá yfir. Okkur virðist sem það hafi tekist með ágætum og búumst við ekki við miklum skemmdum á yfirborði flata. Nú leggjum við áherslu á önnur svæði sem enn eru undir klaka, t.d. lágpunkta brauta. Reynt verður að þynna klakann eins og hægt er til að hámarka bráðnun þegar loks gerir hláku.
Kveðja vallarstjóri